Veigar með stórleik og Stabæk fékk silfrið - Start féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:43 Veigar Páll skoraði tvívegis í dag. Nordic Photos / Getty Images Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira