Fótbolti

Sevilla lagði Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manuel Jimenez, þjálfari Sevilla.
Manuel Jimenez, þjálfari Sevilla. Nordic Photos / Getty Images

Brotthvarf Juande Ramos frá Sevilla hefur greinilega þjappað mönnum saman því liðið gerði sér lítið fyrir í gær og vann topplið Real Madrid.

Liðið hefur unnið báða heimaleiki sína til þessa undir stjórn Manuel Jimenez, fyrst Valencia og nú Real Madrid.

Seydou Keita skoraði fyrsta mark Sevilla á 19. mínútu og Luis Fabiano bætti við öðru aðeins tveimur mínútum síðar.

Sergio Ramos fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik er hann fékk sína aðra áminningu í leiknum fyrir að brjóa á Diego Capel.

Real Madrid er enn á toppi deildarinnar með 25 stig en Barcelona og Villarreal geta komist í 24 stig í dag.

Valencia er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig, rétt eins og Barcelona og Villarreal, en liðið vann í gær 2-0 sigur á Real Mallorca.

Fernando Morientes skoraði bæði mörk Valencia í leiknum en nýráðinn þjálfari liðsins, Ronald Koeman, tekur ekki formlega við stjórn liðsins fyrr en á morgun.

Ellefta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar klárast í dag.

Leikir klukkan 16.00:

Atletico - Villarreal

Levante - Almeria

Real Murcia - Deportivo

Osasuna - Getafe

Racing - Espanyol

Zaragoza - Valladolid

18.00 Barcelona - Real Betis (í beinni á Sýn)

20.00 Athletic Bilbao - Recreativo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×