Ólafur Örn Bjarnason verður áfram hjá norska liðinu Brann en hann hefur skrifað undir nýjan samning við félagið til tveggja ára. Um tíma var talið að hann færi frá Brann en hann ákvað að binda sig áfram.
Brann varð norskur meistari fyrir skömmu en tveir aðrir íslenskir leikmenn eru í herbúðum liðsins, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson.