Viðskipti erlent

Olíuverð í hæstu hæðum

Olíuborpallur á Norðursjó. Veðurhamur á þessum slóðum dró úr olíuframleiðslu á svæðinu í gær.
Olíuborpallur á Norðursjó. Veðurhamur á þessum slóðum dró úr olíuframleiðslu á svæðinu í gær.

Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu.

Þá fór verð á Brent Norðursjávarolíu í 94 dali á fjármálamörkuðunum en slík verðlagning á olíunni hefur aldrei sést, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Greiningardeildir bankanna hafa bent á að síhækkandi heimsmarkaðsverð á hráolíu geti leitt til verðhækkana á eldsneyti hér á landi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×