Toyota á góðri keyrslu 7. nóvember 2007 09:56 Toyota Corolla. Toyota er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og gerir ráð fyrir góðum hagnaði á rekstrarárinu öllu. Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira