Viðskipti erlent

Risatap hjá General Motors

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, segir fyrirtækið ætla að halda áfram endurskipuagningu í rekstinum þrátt fyrir gríðarlegt tap á síðasta ársfjórðungi.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors, segir fyrirtækið ætla að halda áfram endurskipuagningu í rekstinum þrátt fyrir gríðarlegt tap á síðasta ársfjórðungi. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans.

Tapið skrifast að langmestu leyti á breytingar á afkomuútreikningum félagsins, auknar skattagreiðslur og taprekstri á veðlánaarmi GM, sem fyrirtækið hefur nú losað sig við.

Séu aukaálögurnar aðskildar frá heildarafkomu GM nemur tapið af hefðbundinni starfsemi 1,6 milljörðum dala.

Tekjur GM ruku á sama tíma í hæstu hæðir og námu 43,1 milljarði dali.

Rick Wagoner, forstjóri GM, segir í samtali við fréttastofu Associated Press, í dag að þrátt fyrir skellinn, sem komi á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu afar erfiðar, muni fyrirtækið halda áfram að endurskipuleggja reksturinn, ekki síst í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×