HK vann í kvöld öruggan útisigur á Stjörnunni í N1-deild karla, 29-21. Þar með eru þrjú lið efst og jöfn í deildinni með ellefu stig.
Staðan í hálfleik var 13-12, HK í vil, en eftir það tóku gestirnir öll völd á vellinum.
Tomas Eitutis og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu átta mörk hver fyrir HK í kvöld.
Hjá Stjörnunni var Jón Heiðar Gunnarsson markahæstur með fimm mörk og Ólafur Víðir Ólafsson var með fjögur.
Haukar er þriðja liðið á toppnum með ellefu stig en liðið á leik til góða.