Bodö/Glimt er komið aftur í norsku úrvalsdeildina en liðið lagið Odd Grenland samanlagt 4-2 í tveimur umspilsleikjum. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.
Liðið náði í umspil um úrvalsdeildarsæti og mætti Odd Grenland sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildar. Bodö/Glimt vann fyrri leikinn 1-0 og vann síðan 3-2 á heimavelli í kvöld.
Liðin hafa því deildarskipti og Odd Grenland fellur niður í 1. deild.