Auðvelt að stela upplýsingum á netinu 13. nóvember 2007 12:45 Samfélög á netinu vöruð við hættuFjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið. Og könnun leiddi í ljós að átta milljón Bretar yfirgefa heimili sín án þess að vera með vörn gegn óboðnum gestum á þráðlausum netum.Meira en helmingur netnotenda yfir 65 ára aldur nota sama aðgangsorð og lykilorð að öllum vefsíðum sem þeir heimsækja. Þeim hópi er ráðlagt að breyta lykilorðum sínum oftar.KennitölustuldurTony Neate framkvæmdastjóri GetSafeOnline.org vefsíðunnar segir að fæðingardagur og upplýsingar um heimilisfang dugi fyrir hvern sem er til að fá sér kreditkort á nafni annars einstaklings. Hann segir að þrátt fyrir að sumar þeirra upplýsinga sem settar eru á netið séu meinlausar, geti þær skapað mikla möguleika fyrir glæpamenn.Auðvelt er að lágmarka áhættu og þetta þýði á engan hátt að einstaklingar eigi að hætta að taka þátt í samfélögum á netinu.Upplýsingar um umsækjendurKönnunin sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar tók til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Hún leiddi í ljós að næstum 30 prósent leituðu að fyrrverandi kærustum á netinu og um þriðjungur fyndi upplýsingar um yfirmenn sína, samstarfsmenn eða aðila sem sækja um störf.Á sama tíma og 80 prósent netnotenda eru með eldveggi, vírusvarnir og varnir fyrir njósnabúnuðum, er öryggi þráðlausra neta ákaflega ábótavant.Afar auðvelt er að komast inn á óvarið þráðlaust net og stela upplýsingum.Tölvusérfræðing sem BBC fékk til liðs við sig tókst að stela aðgangsorðum og öðrum persónulegum upplýsingum frá fartölvu sem tengd var við þráðlaust net á innan við 15 mínútum. Tilraunin sýndi einnig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að misnota þráðlaust net. Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samfélög á netinu vöruð við hættuFjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið. Og könnun leiddi í ljós að átta milljón Bretar yfirgefa heimili sín án þess að vera með vörn gegn óboðnum gestum á þráðlausum netum.Meira en helmingur netnotenda yfir 65 ára aldur nota sama aðgangsorð og lykilorð að öllum vefsíðum sem þeir heimsækja. Þeim hópi er ráðlagt að breyta lykilorðum sínum oftar.KennitölustuldurTony Neate framkvæmdastjóri GetSafeOnline.org vefsíðunnar segir að fæðingardagur og upplýsingar um heimilisfang dugi fyrir hvern sem er til að fá sér kreditkort á nafni annars einstaklings. Hann segir að þrátt fyrir að sumar þeirra upplýsinga sem settar eru á netið séu meinlausar, geti þær skapað mikla möguleika fyrir glæpamenn.Auðvelt er að lágmarka áhættu og þetta þýði á engan hátt að einstaklingar eigi að hætta að taka þátt í samfélögum á netinu.Upplýsingar um umsækjendurKönnunin sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar tók til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Hún leiddi í ljós að næstum 30 prósent leituðu að fyrrverandi kærustum á netinu og um þriðjungur fyndi upplýsingar um yfirmenn sína, samstarfsmenn eða aðila sem sækja um störf.Á sama tíma og 80 prósent netnotenda eru með eldveggi, vírusvarnir og varnir fyrir njósnabúnuðum, er öryggi þráðlausra neta ákaflega ábótavant.Afar auðvelt er að komast inn á óvarið þráðlaust net og stela upplýsingum.Tölvusérfræðing sem BBC fékk til liðs við sig tókst að stela aðgangsorðum og öðrum persónulegum upplýsingum frá fartölvu sem tengd var við þráðlaust net á innan við 15 mínútum. Tilraunin sýndi einnig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að misnota þráðlaust net.
Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira