John Thain í forstjórastól Merrill Lynch 14. nóvember 2007 18:52 John Thain, forstjóri bandarísk-evrópsku kauphallarsamstæðunnar NYSE Euronext, en talið er líklegt að hann verði nefndur til sögunnar sem næsti forstjóri Merrill Lynch í kvöld. Mynd/AFP Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira