NBA í nótt: Fimm lið með sjö sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 08:58 Dwayne Wade lék með Miami á nýjan leik í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Seattle. Nordic Photos / Getty Images Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111 NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira