Fjórtán leikmenn í NBA þéna yfir milljarð á ári 19. nóvember 2007 12:44 Kevin Garnett og Michael Finley eru launahæstu leikmenn NBA deildarinnar NordicPhotos/GettyImages Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira