Fjórtán leikmenn í NBA þéna yfir milljarð á ári 19. nóvember 2007 12:44 Kevin Garnett og Michael Finley eru launahæstu leikmenn NBA deildarinnar NordicPhotos/GettyImages Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn