Viðskipti erlent

Snörp lækkun á hlutabréfamörkuðum

Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan.
Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan. Mynd/AFP

Snörp lækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að oliuverð fór í hæstu hæðir og gengi bandaríkjadals lækkaði frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Allir markaðirnir stóðu á rauðu í dag. Eini fjármálamarkaðurinn þar sem fjárfestar gátu andað léttar var í kauphöllinni í Karachi í Pakistan.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,37 prósent það sem af er degi, hin þýska Dax um 1,32 prósent og Cac-vísitalan í Frakklandi stendur í 1,59 prósenta lækkun.

Þá féll Nikkei-vísitalan um 2,46 prósent við enda viðskiptadagsins í Japan í dag.

Svipaða sögu er að segja af kauphöllum á Norðurlöndunum. Þannig hafa helstu hlutabréfavísitölur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi fallið um rúm tvö prósent.

Eini markaðurinn í Asíu sem fram til þessa hækkaði í dag var í Karachi í Pakistan en þar hækkaði aðalvísitalan um 1,44 prósent við enda viðskiptadagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×