Allt um NBA í nótt: Boston lagði Lakers 24. nóvember 2007 11:23 Paul Pierce faðmar Kendrick Perkins eftir að sá síðarnefndi átti sinn besta leik á ferlinum í sókninni NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira