Viðsnúningur á erlendum mörkuðum 26. nóvember 2007 16:26 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en gengi helstu vísitalna þar í landi tók snarpa dýfu seinni part dags. Mynd/AP Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira