Dregur úr væntingum vestanhafs 27. nóvember 2007 15:32 Bandarískir neytendur eru svartsýnni en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Mynd/AFP Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira