Viðskipti erlent

Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna

Við eitt af útibúum Freddie Mac, sem hefur ákveðið að auka hlutafé til að vega upp á móti útlánatapi á bandarískum fasteignalánamarkaði.
Við eitt af útibúum Freddie Mac, sem hefur ákveðið að auka hlutafé til að vega upp á móti útlánatapi á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP

Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Fyrirtækið ætlar sömuleiðis að draga mjög úr arðgreiðslum og má gera ráð fyrir að þær verði 25 sent á hlut á síðasta fjórðungi ársins samanborið við 50 sent á þriðja ársfjóðungi, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Freddie Mac er undir verndarvæng hins opinbera í Bandaríkjunum sem gengst í tryggingar fyrir fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×