Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkar

Maður setur bensín á bíl sinn. Dropinn hefur hækkað talsvert upp á síðkastið.
Maður setur bensín á bíl sinn. Dropinn hefur hækkað talsvert upp á síðkastið. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum.

Auk þess að hafa lagt til að auka olíuframleiðsluna ætla olíumálaráðherrar aðildarríkja OPEC, að funda í byrjun næsta mánaðar um breytingar á olíukvótum sínum. Að sögn fréttaveitu Bloomberg hafa ráðherrarnir áhyggjur af þróun olíuverðs sem staðið hefur í hæstu hæðum upp á síðkastið og gæti átt hlutdeild í hættu á samdráttarskeiði í Bandaríkjunum.

Olíuverðið stendur nú í 93,72 dölum á hlut en Brent Norðursjávarolía fór í 93,83 dali á markaði í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×