Eiður Smári vill spila á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:50 Eiður Smári stekkur yfir Kader Keita, leikmann Lyon. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga." Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga."
Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira