Viðskipti erlent

Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu

Olíuvinnslustöð. Hráolíuverðið snarlækkaði í dag af ýmsum ástæðum.
Olíuvinnslustöð. Hráolíuverðið snarlækkaði í dag af ýmsum ástæðum.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti.

Um fimmtungur af allri olíu sem flutt er til Bandaríkjanna fer um leiðsluna. Mjög dró úr innflutningi á olíu af þessum sökum og keyrði það verðið upp. Reiknað var með að eldurinn gæti logað í nokkra daga.

Olíuverðið lækkaði við fréttirnar um 1,55 dali og stendur nú í 89,46 dölum á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu sömuleiðis um 1,78 dali á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 88,44 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×