Viðskipti erlent

Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum

Verkamenn í Bandaríkjunum.
Verkamenn í Bandaríkjunum. Mynd/AFP
Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða.

Fréttastofa Associated Press segir viðlíka tölur ekki hafa sést í Bandaríkjunum í einum mánuði í fjögur ár.

Inn í tölunum eru aukin eftirspurn eftir eldsneyti, sem hefur hækkað mjög í verði, og lægri launakostnaður á tímabilinu.

Fjármálaskýrendur vona að þrátt fyrir þessar góðu upplýsingar muni bandaríski seðlabankinn lækka stýrivexti um á bilinu 25 til 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunardegi sínum í næstu viku og blása þannig lífi í einkaneyslu og hagvöxt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×