Erlent

Sveinki rekinn fyrir að segja „hó hó hó!"

Jólasveinninn á myndinni tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Jólasveinninn á myndinni tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt. Mynd/Heiða

Jólasveinn í ástralskri verslunarmiðstöð var rekinn á dögunum fyrir að segja „hó hó hó" og syngja jólalög fyrir börnin í búðinni. Jólasveinninn var í vinnu hjá jólasveinaþjónustu í borginni Canberra og yfirmenn þar á bæ höfðu tilkynnt jólasveinunum sínum að eftirleiðis ættu þeir að segja „ha ha ha" í stað „hó hó hó".

Til þessara aðgerða var gripið vegna þess að orðið „ho" er slangur í Bandaríkjunum yfir vændiskonu, og því væru upphrópanir sveinkanna til þess fallnar að móðga kvenkyns viðskiptavini verslanamiðstöðva í Canberra.

Hinn sjötugi John Oakes lét sér ekki segjast og hélt sig við gamla góða slagorðið „hó hó hó!" með fyrrgreindum afleiðingum. Oakes var óhress með ákvörðun yfirmanna sinna og sagði að þær væru að reyna að gera út um jólaandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×