Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas 9. desember 2007 06:08 Josh Howard var óstöðvandi í nótt NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira