Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas 9. desember 2007 06:08 Josh Howard var óstöðvandi í nótt NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira