NBA í nótt: Wade gekk frá Suns í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 08:56 Amare Stoudemire og Boris Diaw reyna að halda aftur af Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93. NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93.
NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira