Liverpool í 16-liða úrslitin 11. desember 2007 21:33 Dirk Kuyt skoraði þriðja mark Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira