Liverpool í 16-liða úrslitin 11. desember 2007 21:33 Dirk Kuyt skoraði þriðja mark Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira