NBA í nótt: LeBron með og Cleveland vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 09:01 LeBron James skilur hér Troy Murphy eftir í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97 NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97
NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira