NBA í nótt: LeBron með og Cleveland vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 09:01 LeBron James skilur hér Troy Murphy eftir í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97 NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97
NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira