NBA í nótt: Fimmti tapleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 08:50 Steve Nash gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í sjónvarpsviðtali í hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95 NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95
NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira