NBA í nótt: Tólfti heimasigur Boston í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 09:00 Paul Pierce var öflugur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sinn tólfta heimasigur í röð þegar fór illa með Milwaukee Bucks og vann öruggan sigur, 104-82. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, Rajon Rondo sautján og Kevin Garnett fimmtán. Þetta var alls nítjándi sigur Boston á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum til þessa. Leikurinn var fremur jafn framan af en Boston tók öll völd í þriðja leikhluta með tveimur sprettum, 12-0 og svo síðar 10-0. Þetta var áttundi sigur Boston í röð á tímabilinu. Hjá Milwaukee var Mo Williams stigahæstur með fjórtán stig. Bobby Simmons var með ellefu og Yi Jianlian tíu. Golden State vann góðan sigur á heimavelli gegn LA Lakers þökk sé 14-2 spretti í fjórða leikhluta. Golden State vann með tveggja stiga mun, 108-106. Baron Davis og Al Harrington voru með 22 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson bætti við 20. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 21 stig en þetta var fyrsta tap Lakers í fimm leikjum. Toronto vann sinn fjórða sigur í röð er liðið lagði Indiana á útivelli, 104-93. Chris Bosh var með 22 stig og sextán fráköst og Jose Calderon átján stig og sextán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Toronto var þó Jason Kapono sem setti persónulegt met er hann skoraði 29 stig í leiknum. Þar af komu sautján í fjórða leikhluta. Mike Dunleavy var sem fyrr stigahæstur hjá Indiana með 23 stig. Sacramento vann sinn fyrsta sigur á útivelli í nótt með tíu stiga sigri á Philadelphia, 109-99. Hjá Sacramento var Brad Miller með 25 stig, Mikki Moore 24 rétt eins og Andre Miller hjá Philadelphia. New Jersey vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum er liðið vann góðan sigur á Cleveland, 105-97. Vince Carter var með 32 stig en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 29 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Dwight Howard var með 33 stig, átján fráköst og fjögur varin skot er Orlando vann Charlotte á útivelli í nótt, 103-87. Sigurinn var kærkominn þar sem Orlando hafði tapað þremur leikjum í röð. Hjá Charlotte var Raymond Felton með átján stig og Emeka Okafor sextán. LA Clippers vann Memphiz, 98-91. Chris Kaman var með 23 stig og sextán fráköst fyrir Clippers. Þá skoraði Luol Deng 29 stig fyrir Chicago sem vann New York, 101-96. Kirk Hinrich náði þrefaldri tvennu í leiknum með því að skora fimmtán stig, gefa fjórtán stoðsendingar og taka tólf fráköst. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 27 stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Boston vann í nótt sinn tólfta heimasigur í röð þegar fór illa með Milwaukee Bucks og vann öruggan sigur, 104-82. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, Rajon Rondo sautján og Kevin Garnett fimmtán. Þetta var alls nítjándi sigur Boston á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum til þessa. Leikurinn var fremur jafn framan af en Boston tók öll völd í þriðja leikhluta með tveimur sprettum, 12-0 og svo síðar 10-0. Þetta var áttundi sigur Boston í röð á tímabilinu. Hjá Milwaukee var Mo Williams stigahæstur með fjórtán stig. Bobby Simmons var með ellefu og Yi Jianlian tíu. Golden State vann góðan sigur á heimavelli gegn LA Lakers þökk sé 14-2 spretti í fjórða leikhluta. Golden State vann með tveggja stiga mun, 108-106. Baron Davis og Al Harrington voru með 22 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson bætti við 20. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 21 stig en þetta var fyrsta tap Lakers í fimm leikjum. Toronto vann sinn fjórða sigur í röð er liðið lagði Indiana á útivelli, 104-93. Chris Bosh var með 22 stig og sextán fráköst og Jose Calderon átján stig og sextán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Toronto var þó Jason Kapono sem setti persónulegt met er hann skoraði 29 stig í leiknum. Þar af komu sautján í fjórða leikhluta. Mike Dunleavy var sem fyrr stigahæstur hjá Indiana með 23 stig. Sacramento vann sinn fyrsta sigur á útivelli í nótt með tíu stiga sigri á Philadelphia, 109-99. Hjá Sacramento var Brad Miller með 25 stig, Mikki Moore 24 rétt eins og Andre Miller hjá Philadelphia. New Jersey vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum er liðið vann góðan sigur á Cleveland, 105-97. Vince Carter var með 32 stig en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 29 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Dwight Howard var með 33 stig, átján fráköst og fjögur varin skot er Orlando vann Charlotte á útivelli í nótt, 103-87. Sigurinn var kærkominn þar sem Orlando hafði tapað þremur leikjum í röð. Hjá Charlotte var Raymond Felton með átján stig og Emeka Okafor sextán. LA Clippers vann Memphiz, 98-91. Chris Kaman var með 23 stig og sextán fráköst fyrir Clippers. Þá skoraði Luol Deng 29 stig fyrir Chicago sem vann New York, 101-96. Kirk Hinrich náði þrefaldri tvennu í leiknum með því að skora fimmtán stig, gefa fjórtán stoðsendingar og taka tólf fráköst. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 27 stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira