Alvaran að byrja hjá Boston 17. desember 2007 13:25 Þríeykið stóra hjá Boston (Garnett, Pierce og Allen) hefur staðið vel undir væntingum í vetur NordicPhotos/GettyImages Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum. NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum.
NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira