Detroit stöðvaði sigurgöngu Boston 20. desember 2007 09:34 Chauncey Billups fiskar villu á Tony Allen í blálokin á leik Boston og Detroit í nótt. Hann kláraði leikinn á vítalínunni og færði Boston fyrsta tapið á heimavelli NordicPhotos/GettyImages Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira