Nú er ljóst hvaða 24 lið eru komin áfram í 32-liða úrslit UEFA-bikarkeppninnar í fótbolta en lokaumferðin í riðlakeppninni fór fram í kvöld.
Íslendingaliðið Brann komst áfram þrátt fyrir að liðið átti frí í kvöld. Botnliðin í D-riðli, Dinamo Zagreb og Rennes, gerðu jafntefli í kvöld en annað hvort liðið hefði þurft að vinna með nokkurra marka mun til að koma Brann úr þriðja sæti riðilsins.
Fjögur Íslendingalið eru komin áfram í keppninni. Ensku liðin Everton, lið Bjarna Þórs Viðarssonar og Bolton, lið Heiðars Helgusonar verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit á morgun og einnig Brann sem fyrr segir og sænska liðið Helsingborg, lið Ólafs Inga Skúlasonar.
Úrslit leikja í kvöld og lokastaðan í riðlunum:
A-riðill:
AZ - Everton 2-3
Larissa - Nürnberg 1-3
Lokastaðan:
1. Everton 12 stig
2. Nürnberg 7
3. Zenit 5
4. AZ 4
5. Larissa 0
B-riðill:
Aberdeen - FC Kaupmannahöfn 4-0
Atletico - Panathinaikos 2-1
Lokastaðan:
1. Atletico 10 stig
2. Panathinaikos 9
3. Aberdeen 4
4. FC Kaupmannahöfn 3
5. Lokomotiv Moskva 2
C-riðill:
AEK - Villarreal 1-2
Fiorentina - Mladá 2-1
Lokastaðan:
1. Villarreal 10
2. Fiorentina 8
3. AEK 5
4. Mladá 3
5. Elfsborg 1
D-riðill:
Rennes - Dinamo Zagreb 1-1
Hamburg - Basel 1-1
Lokastaðan:
1. Hamburg 10 stig
2. Basel 8
3. Brann 4
4. Dinamo Zagreb 2
5. Rennes 2
Dregið verður í 32-liða úrslit keppninnar á morgun. Leikið verður heima og að heiman.
Sigurvegarar riðlanna í UEFA-bikarkeppninni mæta liðunum sem lentu í þriðja sæti riðlanna.
Liðin sem lentu í öðru sæti riðlanna í UEFA-bikarkeppninni mæta liðunum sem lentu í þriðja sæti riðlanna í Meistaradeild Evrópu.
Sigurvegarar riðla í UEFA-bikarkeppninni: Everton, Atletico Madrid, Villarreal, Hamburg, Leverkusen, Bayern München, Getafe og Bordeaux.
3. sæti riðlanna í UEFA-bikarkeppninni: Zenit St. Pétursborg, Aberdeen, AEK, Brann, Zürich, Bolton, Anderlecht og Galatasaray.
2. sæti riðlanna í UEFA-bikarkeppninni: Nürnberg, Panathinaikos, Fiorentina, Basel, Spartak Moskva, Braga, Tottenham og Helsingborg.
3. sæti riðlanna í Meistaradeild Evrópu: Sporting Lissabon, Slavia Prag, Benfica, Rosenborg, Marseille, Werder Bremen, Rangers og PSV Eindhoven.