Græn jól í Bandaríkjunum 21. desember 2007 15:31 Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Bandaríkjunum á þessum síðasta degi fyrir jól. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira