Hætta á hrávörubólu 9. janúar 2008 00:01 „eldsneytissáning“ í bígerð Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en manneldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. Markaðurinn/AFP Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú. Undir smásjánni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú.
Undir smásjánni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira