Heiftarleg átök í Framsókn Björgvin Guðmundsson skrifar 20. janúar 2008 00:01 Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun