Arðgreiðslurnar dragast saman um helming 19. mars 2008 00:01 Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási. Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01