Megum eyða milljarði á ári 26. mars 2008 00:01 Hjálmar Gíslason Búa mætti til mikil verðmæti með því að auka aðgengi að opinberum gagnasöfnum sem nota má til ýmiss konar nýsköpunar. „Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
„Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira