Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu 2. apríl 2008 18:26 Keppinautur gagnrýnir að eingöngu Hagar og Kaupás virðist fá lóðir undir verslanir í höfuðborginni. „Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh
Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira