Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 8. apríl 2008 00:40 Maðurinn hefur setið í einangrun í Þórshöfn í Færeyjum. „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“ Pólstjörnumálið Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“
Pólstjörnumálið Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira