Sérfræðistörfin dýrust 9. apríl 2008 00:01 Snorri jónsson reiknað er með að dragi úr starfsmannaveltu á þessu ári miðað við mikinn vöxt í fyrra. Markaðurinn/Arnþór „Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfsmannaveltuna. ParX hefur síðastliðin fimm ár haldið utan um hagtölur mannauðs hjá íslenskum fyrirtækjum í mismunandi geirum. Starfsmannavelta er mismikil eftir atvinnugreinum og árið 2006 var hún minnst í orkugeiranum á meðan hún var ríflega tuttugu prósent í verslun og þjónustu, sem jafngildir því að atvinnurekendur í þeim geira hafi þurft að endurráða í fimmta hvert stöðugildi það ár, samkvæmt rannsókn ParX. Snorri segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar að hluta. Störfin þar sem starfsmannavelta sé mikil séu flest einfaldari í samanburði við sérfræðistörfin. Þá spili launin inn í að einhverju leyti. „Sveiflur eru alltaf á milli ára. En með samanburði getum við séð hvort staða einstakra fyrirtækja séu eðlileg,“ bendir Snorri á. Hann segir kostnað vegna starfsmannaveltu geta verið háan, allt frá fimmtíu prósentum til 150 prósenta af árslaunum starfsmanns. Hæst sé kostnaðarhlutfallið þar sem krafist sé meiri sérfræðiþekkingar. En þar er starfsmannaveltan að jafnaði lág, samkvæmt niðurstöðum ParX. Snorri segir gagnaöflun fyrir hagtölur ársins 2007 standa yfir. Upplýsingar um veltu- og kostnaðartölur á íslenskum vinnumarkaði hafi ekki legið víða en ParX hafi unnið við að staðla og skrá þessar upplýsingar. Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira
„Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfsmannaveltuna. ParX hefur síðastliðin fimm ár haldið utan um hagtölur mannauðs hjá íslenskum fyrirtækjum í mismunandi geirum. Starfsmannavelta er mismikil eftir atvinnugreinum og árið 2006 var hún minnst í orkugeiranum á meðan hún var ríflega tuttugu prósent í verslun og þjónustu, sem jafngildir því að atvinnurekendur í þeim geira hafi þurft að endurráða í fimmta hvert stöðugildi það ár, samkvæmt rannsókn ParX. Snorri segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar að hluta. Störfin þar sem starfsmannavelta sé mikil séu flest einfaldari í samanburði við sérfræðistörfin. Þá spili launin inn í að einhverju leyti. „Sveiflur eru alltaf á milli ára. En með samanburði getum við séð hvort staða einstakra fyrirtækja séu eðlileg,“ bendir Snorri á. Hann segir kostnað vegna starfsmannaveltu geta verið háan, allt frá fimmtíu prósentum til 150 prósenta af árslaunum starfsmanns. Hæst sé kostnaðarhlutfallið þar sem krafist sé meiri sérfræðiþekkingar. En þar er starfsmannaveltan að jafnaði lág, samkvæmt niðurstöðum ParX. Snorri segir gagnaöflun fyrir hagtölur ársins 2007 standa yfir. Upplýsingar um veltu- og kostnaðartölur á íslenskum vinnumarkaði hafi ekki legið víða en ParX hafi unnið við að staðla og skrá þessar upplýsingar.
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira