Vaxtamunurinn dregur úr áhættunni 9. apríl 2008 00:01 Síðustu tvo áratugina hefur alla jafna verið hagstæðara að taka erlent lán en verðtryggt lán í krónum. Hagstæðari vextir á erlendum lánum vega jafnframt upp gengistap á nokkrum árum verði gengisþróun óhagstæð lántakandanum. Markaðurinn/GVA Lántökur í erlendri mynt hafa aukist til muna síðustu ár, jafnt hjá fyrirtækjum sem einstaklingum. Við veikingu krónunnar síðustu vikur og mánuði hafa þeir sem skulda í erlendri mynt fundið á eigin skinni hvernig afborganir af lánunum hafa rokið upp. Í nýrri úttekt áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviðs fjárfestingarbankans Aska Capital sem nefnist „Lántökur í erlendri mynt: Gengisáhætta án svefntruflana“ er á það bent að raunvextir hér á landi nálgist nú hæstu hæðir og geri það innlendar lántökur lítt fýsilegar. „Á móti hefur ítrekað verið bent á að erlendri lántöku fylgi dulinn kostnaður vegna gengisáhættu,“ segir í úttektinni og varpað fram þeirri spurningu hvort það sé áhættunnar virði að taka erlent lán og um leið hvort hægt sé að draga úr áhættunni með „betri“ samsetningu mynta, eða með skuldastýringu.Erlend lán hafa verið hagkvæmariValdimar Þorkelsson Valdimar, sem er sérfræðingur áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviðs Aska Capital, segir lán í erlendri mynt kalla á að lántakandi eigi nægt eigið fé til að mæta gengissveiflum sem áhrif hafi á afborganir. Markaðurinn/GVASamkvæmt athugun Aska Capital liggur svarið fyrir. „Ef horft er yfir farinn veg má finna skýr fjármálaleg rök fyrir því að hagstæðara sé að taka erlend lán en verðtryggð lán í íslenskri krónu,“ segir í úttektinni og vísað er til samanburðar á þriggja ára greiðslubyrði á íslensku verðtryggðu láni annars vegar og hins vegar erlendu láni frá 1986 til 2007. (Sjá súlurit hér að neðan.)Úttekt bankans miðar einna helst við fyrirtæki og því er lántökufjárhæðin sem notuð er í útreikninginn vegleg, 100 milljónir króna, en um leið þægilegra að reikna út frá henni. „Niðurstaðan er athyglisverð. Síðastliðin tuttugu ár er aðeins eitt þriggja ára tímabil þar sem reyndist hagstæðara að taka lán í íslenskum verðtryggðum krónum. Þetta þýðir að samanlagður vaxtakostnaður og sveiflur í gengi erlenda lánsins ná ekki upp í vexti og verðbætur á íslenska láninu.“ Munurinn er að hluta til skýrður með því að gengissveiflur til veikingar á krónunni skili sér oft tiltölulega hratt út í verðlag og hækki þar með verðtryggðu krónulánin.„Þá skila leiðréttingar til styrkingar krónu sér hratt til lækkunar á höfuðstól og vaxtagreiðslu erlends láns, en mun hægar út í verðlagið,“ segir í úttekt Aska. Þá er á það bent að niðurstaðan sé sú sama þótt lánið hefði verið tekið í einni erlendri mynt, hvort sem það væri Bandaríkjadalur, breskt pund, japanskt jen eða evra. Hagræðið væri svipað á þessu tuttugu ára tímabili, segir í úttekt bankans, jafnvel þótt gengissveiflurnar yrðu mun meiri.Erlendum lánum fylgja ávallt sveiflur í gengi og af þeim sökum getur greiðslubyrði þeirra aukist hratt á skömmum tíma. Þeir sem taka slík lán þurfa því að hafa borð fyrir báru til að þola slíkar sveiflur. „Í þessu sambandi er vert er að velta fyrir sér hvort gengissveiflur geti orðið svo miklar og snarpar að þær valdi greiðsluerfiðleikum og eyði ábata vegna lægri vaxta,“ segir í úttekt Aska.Sofið rótt þrátt fyrir áhættuFram kemur að með því að endurskoða reglulega samsetningu þeirra mynta sem notaðar eru í erlendu lántökuna megi ná fram miklu hagræði fyrir lántakandann. „Oft telja lántakendur að beinast liggi við að velja mynt sem ber lága vexti, til dæmis japanska jenið. Þá verður á móti að hafa í huga að gengi myntar með lágum vöxtum fylgja meiri sveiflur og óvissa,“ segir í úttektinni og bent á að myntkörfulán séu góð leið til að draga úr gengissveiflum. „Þar er markmiðið að velja saman myntir sem saman mynda stöðugan grunn og bera jafnframt lága vexti. Hluti af lausninni er virk skuldastýring sem felst í því að velja saman myntir með lágum vöxtum sem sveiflast ekki í takti.“Sérfræðingar Aska Capital segja að huga þurfi að áhættuþoli og -smekk þeirra sem ætla að taka erlent lán. „Hér er um svipað ferli að ræða þegar fjárfestir metur fjárfestingarkosti. Í þessu samhengi merkir áhættuþol fjárhagslega getu til að þola gengissveiflur, en áhættusmekkur er huglægt mat um áhættu. Áhættufælið bæjarfélag vill til dæmis fórna lítilræði í vöxtum fyrir minni gengissveiflur. Næmni myntkörfunnar gagnvart gengisbreytingum er síðan reiknuð út og valin karfa sem gefur lægstu vextina miðað við það áhættustig sem lántakandinn hefur valið.“Bent er á að reynsla síðustu tveggja áratuga hafi sýnt fram á að með greiningu og stöðugri eftirfylgni hafi verið verið hægt að þróa aðferðafræði til að skipta kerfisbundið á milli mynta og njóta þannig góðs af þróun gengis og vaxta. „Dæmi um leið að þessu marki eru tvær ólíkar en stöðugar myntkörfur sem sveiflast ekki í takti. Með virkri stýringu er síðan hægt að velja þá körfu sem er að þróast í hagstæða átt hverju sinni, þannig að samanlögð áhrif á ákveðnu tímabili skila lækkun skuldahöfuðstóls og vaxtakostnaðar.“ Í úttekt Aska kemur þannig fram að þrátt fyrir miklar gengissveiflur einstakra mynta undanfarin ár hafi reynst mögulegt að ná fram lækkun fjármögnunarkostnaðar með erlendum lántökum. „Órói á gjaldeyrismörkuðum undanfarið sýnir hins vegar að ekkert er gefið í þessum efnum. Skilvirk aðferðafræði og reglubundið endurmat á myntsamsetningu lánasafns gerir mögulegt að stýra því þannig að markmið um vaxtagjöld og gengisflökt séu innan þeirra marka sem voru skilgreind í upphafi og þá er hægt að sofa rótt þrátt fyrir gengisáhættu.“Valdimar Þorkelsson, sérfræðingur á áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviði Aska Capital, segir hins vegar ekki svo að stöðugt sé verið að hræra í samsetningu erlendu lánanna. „Flestir okkar viðskiptamenn eru með myntbreytingarákvæði í lánasamningum og við nýtum þau til að breyta samsetningu körfunnar eftir mati á þróun og horfum hverju sinni. Þarna erum við að tala um kannski þrjár til fjórar hreyfingar á ári, þar sem samsetningunni er velt eftir því sem leitni undirliggjandi mynta breytist. Núna á fyrsta ársfjórðungi höfum við til dæmis séð vaxtalækkun í dollara, sem er hreinlega orðinn lágvaxtamynt og kominn niður fyrir svissneska frankann, auk þess sem hann hefur verið að veikjast. Því hefur verið mjög hagstætt að skulda í Bandaríkjadal síðustu vikur og mánuði. Fólk hefur bæði verið að fá lægri og lækkandi vexti og verið að ná fram lækkun í höfuðstól skuldarinnar,“ segir hann en áréttar að þarna eigi hann við hlutfallslega lækkun, því þótt krónan hafi veikst hafi dalurinn styrkst minna en aðrar myntir.Vandinn við fasteignaláninEinhver kynni að segja að styrking krónunnar síðustu ár grafi undan niðurstöðunum í tuttugu ára samanburði Aska á hagkvæmni þess að skulda í erlendri mynt. Valdimar segir svo hins vegar ekki vera vegna þess að fyrstu tíu ár úttektartímabilsins hafi krónan verið í veikingarfasa. „Tvo þriðju af tímabilinu veiktist krónan, en vaxtamunurinn er það mikill að það borgar sig að vera með skuldirnar í erlendu að því tilskildu að menn ráði við gengissveiflurnar.“Valdimar segir nægt eigið fé vera forsendu þess að fara út í erlenda lántöku. „Það sýnir öfgahreyfingin á krónunni á fyrsta fjórðungi ársins, tæplega þrjátíu prósenta hækkun gengisvísitölunnar. Til að veðra slíkar sveiflur verður eiginfjárhlutfallið að vera gott.“ Sveiflurnar geta svo verið enn meiri í lágvaxtamyntum á borð við japanskt jen og svissneskan franka, en þær myntir hafa til að mynda verið mjög vinsælar í bílalánum hér. Þar segir Valdimar veikinguna frá áramótum fjörutíu prósent og enn meiri frá því í fyrra. „Allan þennan tíma hefur fólk hins vegar fengið vaxtasparnað og greitt lægri upphæð í vexti en það hefði gert af samsvarandi upphæð í verðtryggðu íslensku láni. Svo miðast hagræðið náttúrlega við að halda áfram í gegnum sveiflurnar, hversu freistandi sem það kann að virðast að stökkva frá borði í hræðslukasti yfir sveiflunni sem við sjáum nú. Fólk verður að átta sig á því að munurinn á gengistryggðum lánum og verðtryggðum er sá að hækkunin á verðtryggða láninu gengur aldrei til baka, meðan að í gengistryggðu lánunum sér fólk flökt og sveiflur í afborgunum.“Um leið bendir Valdimar á að mikið þurfi að ganga á til að veiking krónunnar nái að éta upp hagræðið af lægri vöxtum á erlendu lánunum. Hann segir að þótt gengisvísitala krónunnar færi upp undir 165 stig, eins og þegar verst lét í lok mars, og héldist þar, myndi bílalán til sex ára sem var tekið síðasta sumar þegar krónan var hvað sterkust, í 110 stigum, ekki koma verr út en verðtryggt lán í krónum. „Það þarf ekki mörg ár í tíu prósenta vaxtasparnaði til að jafna út hreyfinguna á genginu. Á fimm árum myndi maður vinna til baka þennan mun og flestir taka bílalán til sex eða sjö ára.“ Húsnæðislán eru aftur til mun lengri tíma og ættu því sveiflur í genginu að jafnast vel út yfir lánstímann. „Vandinn við húsnæðislánin er hins vegar að einstaklingar eru alla jafna ekki vel settir til að taka á sig miklar sveiflur í afborgunum. Þetta er jú stærsti útgjaldaliður mánaðarins hjá flestum fjölskyldum og fólk á ekki gott með að taka á sig þrjátíu prósenta sveiflu í honum, þótt ekki væri nema til nokkurra mánaða. Frá áhættustýringarsjónarmiði væri því ráðlegra fyrir einstaklinga að vera með húsnæðislánið í blandaðri körfu þar sem hluti væri í íslenskum krónum og hluti í erlendri mynt. En ef horft er til fyrirtækja, stofnana og stærri aðila er borðleggjandi að það borgar sig að taka þessi lán í erlendri mynt.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Lántökur í erlendri mynt hafa aukist til muna síðustu ár, jafnt hjá fyrirtækjum sem einstaklingum. Við veikingu krónunnar síðustu vikur og mánuði hafa þeir sem skulda í erlendri mynt fundið á eigin skinni hvernig afborganir af lánunum hafa rokið upp. Í nýrri úttekt áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviðs fjárfestingarbankans Aska Capital sem nefnist „Lántökur í erlendri mynt: Gengisáhætta án svefntruflana“ er á það bent að raunvextir hér á landi nálgist nú hæstu hæðir og geri það innlendar lántökur lítt fýsilegar. „Á móti hefur ítrekað verið bent á að erlendri lántöku fylgi dulinn kostnaður vegna gengisáhættu,“ segir í úttektinni og varpað fram þeirri spurningu hvort það sé áhættunnar virði að taka erlent lán og um leið hvort hægt sé að draga úr áhættunni með „betri“ samsetningu mynta, eða með skuldastýringu.Erlend lán hafa verið hagkvæmariValdimar Þorkelsson Valdimar, sem er sérfræðingur áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviðs Aska Capital, segir lán í erlendri mynt kalla á að lántakandi eigi nægt eigið fé til að mæta gengissveiflum sem áhrif hafi á afborganir. Markaðurinn/GVASamkvæmt athugun Aska Capital liggur svarið fyrir. „Ef horft er yfir farinn veg má finna skýr fjármálaleg rök fyrir því að hagstæðara sé að taka erlend lán en verðtryggð lán í íslenskri krónu,“ segir í úttektinni og vísað er til samanburðar á þriggja ára greiðslubyrði á íslensku verðtryggðu láni annars vegar og hins vegar erlendu láni frá 1986 til 2007. (Sjá súlurit hér að neðan.)Úttekt bankans miðar einna helst við fyrirtæki og því er lántökufjárhæðin sem notuð er í útreikninginn vegleg, 100 milljónir króna, en um leið þægilegra að reikna út frá henni. „Niðurstaðan er athyglisverð. Síðastliðin tuttugu ár er aðeins eitt þriggja ára tímabil þar sem reyndist hagstæðara að taka lán í íslenskum verðtryggðum krónum. Þetta þýðir að samanlagður vaxtakostnaður og sveiflur í gengi erlenda lánsins ná ekki upp í vexti og verðbætur á íslenska láninu.“ Munurinn er að hluta til skýrður með því að gengissveiflur til veikingar á krónunni skili sér oft tiltölulega hratt út í verðlag og hækki þar með verðtryggðu krónulánin.„Þá skila leiðréttingar til styrkingar krónu sér hratt til lækkunar á höfuðstól og vaxtagreiðslu erlends láns, en mun hægar út í verðlagið,“ segir í úttekt Aska. Þá er á það bent að niðurstaðan sé sú sama þótt lánið hefði verið tekið í einni erlendri mynt, hvort sem það væri Bandaríkjadalur, breskt pund, japanskt jen eða evra. Hagræðið væri svipað á þessu tuttugu ára tímabili, segir í úttekt bankans, jafnvel þótt gengissveiflurnar yrðu mun meiri.Erlendum lánum fylgja ávallt sveiflur í gengi og af þeim sökum getur greiðslubyrði þeirra aukist hratt á skömmum tíma. Þeir sem taka slík lán þurfa því að hafa borð fyrir báru til að þola slíkar sveiflur. „Í þessu sambandi er vert er að velta fyrir sér hvort gengissveiflur geti orðið svo miklar og snarpar að þær valdi greiðsluerfiðleikum og eyði ábata vegna lægri vaxta,“ segir í úttekt Aska.Sofið rótt þrátt fyrir áhættuFram kemur að með því að endurskoða reglulega samsetningu þeirra mynta sem notaðar eru í erlendu lántökuna megi ná fram miklu hagræði fyrir lántakandann. „Oft telja lántakendur að beinast liggi við að velja mynt sem ber lága vexti, til dæmis japanska jenið. Þá verður á móti að hafa í huga að gengi myntar með lágum vöxtum fylgja meiri sveiflur og óvissa,“ segir í úttektinni og bent á að myntkörfulán séu góð leið til að draga úr gengissveiflum. „Þar er markmiðið að velja saman myntir sem saman mynda stöðugan grunn og bera jafnframt lága vexti. Hluti af lausninni er virk skuldastýring sem felst í því að velja saman myntir með lágum vöxtum sem sveiflast ekki í takti.“Sérfræðingar Aska Capital segja að huga þurfi að áhættuþoli og -smekk þeirra sem ætla að taka erlent lán. „Hér er um svipað ferli að ræða þegar fjárfestir metur fjárfestingarkosti. Í þessu samhengi merkir áhættuþol fjárhagslega getu til að þola gengissveiflur, en áhættusmekkur er huglægt mat um áhættu. Áhættufælið bæjarfélag vill til dæmis fórna lítilræði í vöxtum fyrir minni gengissveiflur. Næmni myntkörfunnar gagnvart gengisbreytingum er síðan reiknuð út og valin karfa sem gefur lægstu vextina miðað við það áhættustig sem lántakandinn hefur valið.“Bent er á að reynsla síðustu tveggja áratuga hafi sýnt fram á að með greiningu og stöðugri eftirfylgni hafi verið verið hægt að þróa aðferðafræði til að skipta kerfisbundið á milli mynta og njóta þannig góðs af þróun gengis og vaxta. „Dæmi um leið að þessu marki eru tvær ólíkar en stöðugar myntkörfur sem sveiflast ekki í takti. Með virkri stýringu er síðan hægt að velja þá körfu sem er að þróast í hagstæða átt hverju sinni, þannig að samanlögð áhrif á ákveðnu tímabili skila lækkun skuldahöfuðstóls og vaxtakostnaðar.“ Í úttekt Aska kemur þannig fram að þrátt fyrir miklar gengissveiflur einstakra mynta undanfarin ár hafi reynst mögulegt að ná fram lækkun fjármögnunarkostnaðar með erlendum lántökum. „Órói á gjaldeyrismörkuðum undanfarið sýnir hins vegar að ekkert er gefið í þessum efnum. Skilvirk aðferðafræði og reglubundið endurmat á myntsamsetningu lánasafns gerir mögulegt að stýra því þannig að markmið um vaxtagjöld og gengisflökt séu innan þeirra marka sem voru skilgreind í upphafi og þá er hægt að sofa rótt þrátt fyrir gengisáhættu.“Valdimar Þorkelsson, sérfræðingur á áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviði Aska Capital, segir hins vegar ekki svo að stöðugt sé verið að hræra í samsetningu erlendu lánanna. „Flestir okkar viðskiptamenn eru með myntbreytingarákvæði í lánasamningum og við nýtum þau til að breyta samsetningu körfunnar eftir mati á þróun og horfum hverju sinni. Þarna erum við að tala um kannski þrjár til fjórar hreyfingar á ári, þar sem samsetningunni er velt eftir því sem leitni undirliggjandi mynta breytist. Núna á fyrsta ársfjórðungi höfum við til dæmis séð vaxtalækkun í dollara, sem er hreinlega orðinn lágvaxtamynt og kominn niður fyrir svissneska frankann, auk þess sem hann hefur verið að veikjast. Því hefur verið mjög hagstætt að skulda í Bandaríkjadal síðustu vikur og mánuði. Fólk hefur bæði verið að fá lægri og lækkandi vexti og verið að ná fram lækkun í höfuðstól skuldarinnar,“ segir hann en áréttar að þarna eigi hann við hlutfallslega lækkun, því þótt krónan hafi veikst hafi dalurinn styrkst minna en aðrar myntir.Vandinn við fasteignaláninEinhver kynni að segja að styrking krónunnar síðustu ár grafi undan niðurstöðunum í tuttugu ára samanburði Aska á hagkvæmni þess að skulda í erlendri mynt. Valdimar segir svo hins vegar ekki vera vegna þess að fyrstu tíu ár úttektartímabilsins hafi krónan verið í veikingarfasa. „Tvo þriðju af tímabilinu veiktist krónan, en vaxtamunurinn er það mikill að það borgar sig að vera með skuldirnar í erlendu að því tilskildu að menn ráði við gengissveiflurnar.“Valdimar segir nægt eigið fé vera forsendu þess að fara út í erlenda lántöku. „Það sýnir öfgahreyfingin á krónunni á fyrsta fjórðungi ársins, tæplega þrjátíu prósenta hækkun gengisvísitölunnar. Til að veðra slíkar sveiflur verður eiginfjárhlutfallið að vera gott.“ Sveiflurnar geta svo verið enn meiri í lágvaxtamyntum á borð við japanskt jen og svissneskan franka, en þær myntir hafa til að mynda verið mjög vinsælar í bílalánum hér. Þar segir Valdimar veikinguna frá áramótum fjörutíu prósent og enn meiri frá því í fyrra. „Allan þennan tíma hefur fólk hins vegar fengið vaxtasparnað og greitt lægri upphæð í vexti en það hefði gert af samsvarandi upphæð í verðtryggðu íslensku láni. Svo miðast hagræðið náttúrlega við að halda áfram í gegnum sveiflurnar, hversu freistandi sem það kann að virðast að stökkva frá borði í hræðslukasti yfir sveiflunni sem við sjáum nú. Fólk verður að átta sig á því að munurinn á gengistryggðum lánum og verðtryggðum er sá að hækkunin á verðtryggða láninu gengur aldrei til baka, meðan að í gengistryggðu lánunum sér fólk flökt og sveiflur í afborgunum.“Um leið bendir Valdimar á að mikið þurfi að ganga á til að veiking krónunnar nái að éta upp hagræðið af lægri vöxtum á erlendu lánunum. Hann segir að þótt gengisvísitala krónunnar færi upp undir 165 stig, eins og þegar verst lét í lok mars, og héldist þar, myndi bílalán til sex ára sem var tekið síðasta sumar þegar krónan var hvað sterkust, í 110 stigum, ekki koma verr út en verðtryggt lán í krónum. „Það þarf ekki mörg ár í tíu prósenta vaxtasparnaði til að jafna út hreyfinguna á genginu. Á fimm árum myndi maður vinna til baka þennan mun og flestir taka bílalán til sex eða sjö ára.“ Húsnæðislán eru aftur til mun lengri tíma og ættu því sveiflur í genginu að jafnast vel út yfir lánstímann. „Vandinn við húsnæðislánin er hins vegar að einstaklingar eru alla jafna ekki vel settir til að taka á sig miklar sveiflur í afborgunum. Þetta er jú stærsti útgjaldaliður mánaðarins hjá flestum fjölskyldum og fólk á ekki gott með að taka á sig þrjátíu prósenta sveiflu í honum, þótt ekki væri nema til nokkurra mánaða. Frá áhættustýringarsjónarmiði væri því ráðlegra fyrir einstaklinga að vera með húsnæðislánið í blandaðri körfu þar sem hluti væri í íslenskum krónum og hluti í erlendri mynt. En ef horft er til fyrirtækja, stofnana og stærri aðila er borðleggjandi að það borgar sig að taka þessi lán í erlendri mynt.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira