Gengi evrópskra banka á uppleið 17. júlí 2008 09:39 Wells Fargo. Góð afkoma bankans á öðrum fjórðungi hefur smitað út frá sér á hlutabréfamarkaði víða um heim. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira