Með ólæknandi flugdellu Annas Sigmundsson skrifar 28. maí 2008 00:01 Þorvaldur Lúðvík MYND/Ragnheiður Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum. Héðan og þaðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum.
Héðan og þaðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira