Eiður: Klæðist treyjunni með stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 15:53 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Real Betis. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum." Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum."
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira