AC Milan hefur sett fram nýtt tilboð í Brasilíumanninn Ronaldinho upp á 25 milljónir evra.
Barcelona vill fá 30 milljónir evra fyrir Ronaldinho og er Manchester City sagt reiðubúið að borga þá upphæð fyrir hann. Sjálfur vill Ronaldinho þó frekar fara til Ítalíu.
Íþróttaritið Sport á Spáni segir að allir aðilar vilji leiða þetta mál til lykta sem allra fyrst og því gæti Barcelona freistast til að taka tilboði AC Milan.
Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu gæti AC Milan einnig þurft að greiða Ronaldinho níu milljónir evra fyrir að missa styrktarsamning sinn við Nike en AC Milan er með samning við Adidas.
Á borðinu mun vera fjögurra ára samningur fyrir brasilíska snillinginn.