Fótbolti

Donovan lánaður til Bayern

Landon Donovan
Landon Donovan NordcPhotos/GettyImages

Bandaríski landsliðsmaðurinnn Landon Donovan frá LA Galaxy hefur samþykkt að fara til Bayern Munchen í Þýskalandi sem lánsmaður í janúar.

Donovan var markakóngur í MLS deildinni á nýafstaðinni leiktíð þar sem hann skoraði 20 mörk í 25 leikjum.

Hann fetar nú í fótspor David Beckham með því að fara til Evrópu sem lánsmaður, en hann hefur í tvígang reynt fyrir sér hjá Bayer Leverkusen án árangurs.

Hjá Bayern verður hann fjórði framherji á eftir þeim Miroslav Klose, Luca Toni og Lukas Podolski, en Jurgen Klinsmann þjálfari Bayern hefur látið hafa eftir sér að hann sé mjög ánægður með Bandaríkjamanninn.

Donovan skoraði bæði mörk Bayern 2-1 sigri þess í æfingaleik gegn B-liði félagsins í gær en þar var aðallið Bayern skipað leikmönnum sem ekki voru að spila landsleiki.

Bayern vonast eftir að halda framherjanum út leiktíðina í Þýskalandi, en samningurinn gildir reyndar aðeins fram í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×