Brown kallar bankastjóra á fund 13. apríl 2008 15:40 Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. MYND/AFP Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. Forsætisráðherrann boðaði hópinn á morgunverðarfund næstkomandi þriðjudag áður en hann fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Þar verður lánsfjárkreppan á alþjóðamarkaði helsta umræðuefnið. Stærstu lánsfjáraðilar í Bretlandi eiga svo fund með Alistair Darling fjármálaráðherra til að finna leiðir að hjálpa til við að auðvelda stöðuna. Seðlabanki landsins lækkaði grunnvexti í síðustu viku, í þriðja sinn frá því í desember. En sérfræðingar hafa spáð því að lántökukostnaður haldi áfram að hækka þrátt fyrir það. Brown skrifaði í breska dagblaðið News of the World að Darling myndi ræða nýjar leiðir til að tryggja að lágir vextir væru í boði fyrir húsnæðiseigendur. Og forsætisráðherrann fór fram á að helstu fjármálastofnanir ynnu saman til að tryggja að mögulegum vandamálum framtíðarinnar yrði ekki haldið leyndum. Hann skrifaði; „Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafði lækkað vexti á síðustu mánuðum hafa bankar ekki alltaf látið neytendur njóta þess." Þá sagði Brown að seðlabankinn hefði dælt 15 milljörðum punda inná markaðinn. Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. Forsætisráðherrann boðaði hópinn á morgunverðarfund næstkomandi þriðjudag áður en hann fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Þar verður lánsfjárkreppan á alþjóðamarkaði helsta umræðuefnið. Stærstu lánsfjáraðilar í Bretlandi eiga svo fund með Alistair Darling fjármálaráðherra til að finna leiðir að hjálpa til við að auðvelda stöðuna. Seðlabanki landsins lækkaði grunnvexti í síðustu viku, í þriðja sinn frá því í desember. En sérfræðingar hafa spáð því að lántökukostnaður haldi áfram að hækka þrátt fyrir það. Brown skrifaði í breska dagblaðið News of the World að Darling myndi ræða nýjar leiðir til að tryggja að lágir vextir væru í boði fyrir húsnæðiseigendur. Og forsætisráðherrann fór fram á að helstu fjármálastofnanir ynnu saman til að tryggja að mögulegum vandamálum framtíðarinnar yrði ekki haldið leyndum. Hann skrifaði; „Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafði lækkað vexti á síðustu mánuðum hafa bankar ekki alltaf látið neytendur njóta þess." Þá sagði Brown að seðlabankinn hefði dælt 15 milljörðum punda inná markaðinn.
Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira