Fótbolti

Mark Viduka frá í hálft ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Viduka, leikmaður Newcastle.
Mark Viduka, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Meiðsli Mark Viduka eru alvarlegri en talið var í fyrstu og verður hann af þeim sökum frá í allt að sex mánuði.

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, staðfesti þetta í dag. Viduka hefur átt við meiðsli í hásin að stríða en hefur engu að síður spilað undanfarnar vikur þrátt fyrir sársaukann sem fylgir.

Hann fer í sprautumeðferð í þessari viku og vonaðist Keegan upphaflega að Viduka yrði klár þegar undirbúningstímabilið hefst í sumar. En hann sagði í dag að í besta falli verði hann klár í ágúst en nóvember í versta falli.

„Við vitum meira eftir tvær vikur og látum ykkur vita þá," sagði Keegan við fréttamenn. „Ef hann verður frá í þrjá mánuði er það ekki stórt áfall. Mark hefur verið mjög góður í vetur og þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu hefur okkur yfirleitt gengið vel. En ef hann verður frá í sex mánuði verður það mikill áfall fyrir okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×