Síðustu leikirnir fóru fram í N1-deild karla í dag. Afturelding kvaddi deildina með því að leggja Stjörnumenn en Íslandsmeistarar Hauka gerðu jafntefli við HK.
HK var búið að tryggja sér annað sæti deildarinnar en liðið gerði engu að síður jafntefli við Hauka í dag, 32-32.
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Stjörnunni, 26-22.
Þá vann Akureyri sigur á ÍBV, 42-33, en síðarnefnda liðið féll í 1. deildina ásamt Mosfellingum.
Valur varð í þriðja sæti, Fram í fjórða, Stjarnan í fimmta og Akureyri í sjötta.