Kostnaðarsamt að kasta til höndum 21. maí 2008 00:01 Þórður Víkingur Friðgeirsson hefur víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum jafnt í opinbera- og einkageiranum. Rannsóknir Þórðar benda til skorts á aga og í opinberum framkvæmdum. markaðurinn/arnþór Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa Héðan og þaðan Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Sjá meira
Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa
Héðan og þaðan Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Sjá meira