Helsingborg og Norrköping skildu jöfn, 2-2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattpyrnu í dag.
Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Helsingborg en þurfti að fara af velli strax á fjórtándu mínútu. Það var þó þegar önnur skipting Helsingborg í leiknum.
Gunnar Þór Gunnarsson var í byrjunarliði Norrköping en þurfti einnig að fara af velli í fyrri hálfleik, á 39. mínútu.
Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varmaður í liði Norrköping á 79. mínútu.
Marcin Burkhardt kom Norrköping yfir í fyrri hálfleik en Henrik Larsson jafnaði metin á 47. mínútu. Helsingborg komst yfir með sjálfsmarki tveimur mínútum síðar en Kristoffer Arvhage skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútu leiksins.

